SlideShare une entreprise Scribd logo
1  sur  2
Télécharger pour lire hors ligne
The South-Sea Bubble
                              Höfundur: Charles Mackay

                                  Már Wolfgang Mixa

         Suður-sjávar félagið (The South-Sea Company) var stofnað árið 1711 með það
að markmiði að bæta slæma skuldastöðu breska ríkisins. Félagið, sem samanstóð af
hópi verslunarmanna, yfirtók skuldir ríkisins sem tengdust land- og sjóhernum. Á
móti kom að ríkið samþykkti vaxtagreiðslur til Suður-sjávar félagsins í ákveðinn tíma
og veitti félaginu auk þess ýmis fríðindi umfram keppinauta þess. Til þess að ríkið
gæti staðið í skilum á greiðslum var settur sérstakur tollur á vörur sem áttu rætur sínar
að rekja til Suður-hafsins. Einkaréttur á verslun frá þeim slóðum var veittur af
þinginu til fyrirtækisins. Ástæðan fyrir því að svo miklar vonir voru bundnar við
Suður-höfin var að almennt var talið að gull og silfur námur í Perú og Mexikó hefðu
ótakmarkað magn og aðeins þyrfti að senda framleiðendur þangað til að hundruð falda
virði þeirra viðskipta. Skýrsla um að Spánar ríki væri reiðubúið að veita aðgang að
fjórum höfnum á þeim slóðum jók bjartsýni almennings á velgegni fyrirtækisins og
hlutabréf þess voru eftirsótt. Staðreyndin var þó sú að konungur Spánar hafði engin
áform um að veita Bretum ókeypis aðgang; krafa spánverja var sú að fjórðungur
ágóðans og 5% skattur af hinum hlutanum færi í vasa spánverja. Mikill áróður kom
aftur á móti í veg fyrir að traust almennings á fyrirtækinu minnkaði. Þrátt fyrir að
einkaréttur á verslun þeirra í Suður-Ameríku hafði lítil áhrif á rekstur þess gekk því
vel sem fjármálafyrirtæki sem stöðugt hagnaðist á hækkandi gengi bréfa þess.
         Á svipuðum tíma í ársbyrjun 1720 var hlutabréfabóla kennd við John Law og
Mississippi-áætlun hans í Frakklandi í fullum blóma. Áhrif bólunnar mátti finna út
fyrir landamæri Frakklands og Bretar fundu einnig áhrif hennar. Mississippi-áætlunin
snérist að stórum hluta um einkarétt um verslun við Mississippi fljóti í Bandaríkjunum
sem fyrirtækið fékk í skiptum fyrir að greiða niður skuldir ríkisins. Stjórnendur
Suður-sjávar fyrirtækisins hafa eflaust tekið eftir hliðstæðum á starfsemi
fyrirtækjanna. Þó að merki væru uppi um að spilaborg Law væri í þann mund að
hrynja, (sem gerðist örfáum mánuðum síðar), töldu stjórnendur Suður-sjávar félagsins
þó að þeir gætu leikið sama leik í Bretlandi og komist hjá þeim ógöngum sem Law
lenti í. Því komu þeir með þá djörfu hugmynd að yfirtaka allir skuldir ríkisins gegn
enn frekari einkarétti veittum af þinginu, líkt og Law hafði gert í Frakkland. Til að
gera hugmyndina að veruleika var nauðsynlegt að gera hlutabréf fyrirtækisins enn
eftirsóknarverðari, hækka gengi þeirra og gefa út ný hlutabréf sem þannig mynduðu
hagnað til að standa við skuldbindingar fyrirtækisins. Aðeins með því móti yrði hægt
að sannfæra eigendur ríkisskuldabréfa að skipta skuldabréfunum í hlutabréf
fyrirtækisins. Það var þannig hagur ríkisins, stjórnenda, og fjárfesta Suður-sjávar
félagsins að gengi þeirra héldist hátt. Þá tvo mánuði sem það tók að fylgja eftir
frumvarpinu á þinginu jukust sögur um velgegni útrásarinnar með ævintýralegum
hætti. Með harðfylgi innan þingsins var hugmyndin samþykkt í apríl mánuði, en á því
tímabili rúmlega tvöfaldaðist gengi bréfa fyrirtækisins. Aðeins fimm dögum síðar var
útboð á bréfum fyrirtækisins á genginu 300. Skömmu síðar kom tilkynning um
stórfellda arðgreiðslu sem jók enn frekar trú fólks á góðu gengi fyrirtækisins sem
stjórnendur fyrirtækisins nýttu sér; næsta útboð kom í kjölfarið á genginu 400. Þess
ber að geta að fjárfestum var gert einstaklega auðvelt með að kaupa bréfin gegn
lánum, sem jók enn frekar eftirspurn bréfanna.
         Samhliða æðinu komu fram á sjónarsviðið önnur félög sem tóku þátt í
hlutabréfaútboðum og eftirspurnin lét ekki á sér standa. Útboðslýsingar sumra þeirra
hefðu vart þótt vitrænar á venjulegum tímum. Sú ótrúlegasta var eitthvað á þá leið að
tilgangur fyrirtækis sem verið var að stofna væri að taka þátt í framkvæmd sem veitir
mikið forskot í viðskiptum, en enginn vissi þó út á hvað það forskot gekk.
Hlutabréfin ruku út eins og heitar lummur; einstaklingurinn sem sá um það fór út á sjó
sama kvöld og sást aldrei meir.
        Stjórnendur The South-Sea Company stóðu samtímis í ströngu við að sjá til
þess að gengi fyrirtækisins héldi áfram að hækka, enda hagsmunir þess ekki
nauðsynlega bundnir við reksturinn sjálfan heldur fyrst og fremst gengi þess. Í ágúst
byrjun hafði gengi bréfa þess hækkað í 1.000. Þá fór það hins vegar að breiðast út að
stjórnendur fyrirtækisins höfðu sjálfur selt bréf sín og gengi þess fór því að síga niður
aftur all mikið. Ýmsar tilraunir stjórnenda fyrirtækisins við að halda genginu háu
höfðu jafnvel þveröfug áhrif og traust almennings til þess hvarf með ógnar hraða. Án
traustsins hvellsprakk blaðran, aðeins tveimur mánuðum síðar hafði gengið þess fallið
niður í 150.
        Almenningsálitið gagnvart stjórnendum fyrirtækisins fór á svipaðan veg og hjá
John Law í Frakklandi sama ár. Einn mánuðinn voru þeir snillingar, þann næsta voru
þeir úrhrök sem áttu fótum sínum fjör að launa. Í stað þess að ræða um græðgina sem
gripið hafði þjóðina snerist umræðan um að heiðarlegt og duglegt fólk hefði verið
arðrænt af ræningjum sem hengja ætti án dóms og laga. Það kom reyndar á daginn að
þeir voru ekki þeir einu sem voru sekir því nokkrir þingmenn, flestir sem höfðu haft
sig sem mest í frammi við að tryggja fyrirtækinu einkarétt á verslun sinni, höfðu
fengið nokkurs konar kauprétt á bréfum fyrirtækisins og hagnast mikið á því. Reiði
þjóðarinnar varð slík að ekki aðeins var mönnum refsað fyrir syndir sínar (og
þingmenn reknir af þingi) heldur lentu margir sem litlar sem engar sakir höfðu framið
í því að verða refsað til að svala þörf almennings, oft með litlar tilvitnanir í lagabálka.
Í árslok 1720 tók löggjafinn við að endurreisa almenningstraustið. Um þriðjungur
hlutabréfa var í eigu fyrirtækisins sjálfs. Þau bréf voru dreifð til hluthafa þess. Auk
þess kom tilskipun um að þeir sem tekið höfðu lán til hlutabréfakaupa þyrftu aðeins
að greiða tíu prósent af lánsfjárhæðinni til baka. Með þessu náðist meiri stöðugleiki í
þjóðfélaginu þó svo að tiltrú almennings til hlutabréfa hafi verið varfærin næstu
hundrað árin.
        Ofangreind frásögn er samantekt úr hinni sögulegu bók Charles Mackay,
Extraordinary Popular Delusions & the Madness of Crowds. Bókin fjallar um ýmis
konar æði sem gripið hafa þjóðfélög í gegnum tíðina. Fyrir fjármálamenn eru
hundrað fyrstu síðurnar áhugaverðastar enda koma fram helstu fyrstu æðin tengd
hlutabréfum. Auk Suður-sjávar bóluna fjallar bókin um Mississippi-áætlunina í
Frakklandi og Túlipana-æðið sem skók Hollend fyrri hluta sautjándu aldar. Það vekur
sérstaka eftirtekt að flest þau æði tengdust auðveldu aðgengi að fjármagni til að standa
straum af slíkum fjárfestingum, sem reyndust í grunni vera lítið annað en
sandkastalar. Vonandi er slík staða ekki í farvatninu hér á landi eftir gífurlegar
hækkanir á gengi hlutabréfa undanfarin tvö ár.

       Birtist í Morgunblaðinu, 28.október, 2004

Contenu connexe

En vedette

EL ARTE COMO MEDIO DE EXPRESIÓN
EL ARTE COMO MEDIO DE EXPRESIÓNEL ARTE COMO MEDIO DE EXPRESIÓN
EL ARTE COMO MEDIO DE EXPRESIÓN
mirllanq
 
En sayo base de de datos
En sayo base de de datosEn sayo base de de datos
En sayo base de de datos
mimunicipio
 
Banco de datos natalia carvajal quintero
Banco de datos natalia carvajal quinteroBanco de datos natalia carvajal quintero
Banco de datos natalia carvajal quintero
mimunicipio
 

En vedette (6)

EL ARTE COMO MEDIO DE EXPRESIÓN
EL ARTE COMO MEDIO DE EXPRESIÓNEL ARTE COMO MEDIO DE EXPRESIÓN
EL ARTE COMO MEDIO DE EXPRESIÓN
 
Practica de examen de informatica
Practica de examen de informaticaPractica de examen de informatica
Practica de examen de informatica
 
Rolesco (Defintiva)
Rolesco (Defintiva)Rolesco (Defintiva)
Rolesco (Defintiva)
 
En sayo base de de datos
En sayo base de de datosEn sayo base de de datos
En sayo base de de datos
 
Banco de datos natalia carvajal quintero
Banco de datos natalia carvajal quinteroBanco de datos natalia carvajal quintero
Banco de datos natalia carvajal quintero
 
DiplomaZeugniss
DiplomaZeugnissDiplomaZeugniss
DiplomaZeugniss
 

Plus de Mar Wolfgang Mixa

Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Mar Wolfgang Mixa
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
Mar Wolfgang Mixa
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
Mar Wolfgang Mixa
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
Mar Wolfgang Mixa
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
Mar Wolfgang Mixa
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
Mar Wolfgang Mixa
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
Mar Wolfgang Mixa
 

Plus de Mar Wolfgang Mixa (20)

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right time
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
 
20090831 hvað er
20090831 hvað er20090831 hvað er
20090831 hvað er
 

20041028 south sea bubble extraordinary popular delusions

  • 1. The South-Sea Bubble Höfundur: Charles Mackay Már Wolfgang Mixa Suður-sjávar félagið (The South-Sea Company) var stofnað árið 1711 með það að markmiði að bæta slæma skuldastöðu breska ríkisins. Félagið, sem samanstóð af hópi verslunarmanna, yfirtók skuldir ríkisins sem tengdust land- og sjóhernum. Á móti kom að ríkið samþykkti vaxtagreiðslur til Suður-sjávar félagsins í ákveðinn tíma og veitti félaginu auk þess ýmis fríðindi umfram keppinauta þess. Til þess að ríkið gæti staðið í skilum á greiðslum var settur sérstakur tollur á vörur sem áttu rætur sínar að rekja til Suður-hafsins. Einkaréttur á verslun frá þeim slóðum var veittur af þinginu til fyrirtækisins. Ástæðan fyrir því að svo miklar vonir voru bundnar við Suður-höfin var að almennt var talið að gull og silfur námur í Perú og Mexikó hefðu ótakmarkað magn og aðeins þyrfti að senda framleiðendur þangað til að hundruð falda virði þeirra viðskipta. Skýrsla um að Spánar ríki væri reiðubúið að veita aðgang að fjórum höfnum á þeim slóðum jók bjartsýni almennings á velgegni fyrirtækisins og hlutabréf þess voru eftirsótt. Staðreyndin var þó sú að konungur Spánar hafði engin áform um að veita Bretum ókeypis aðgang; krafa spánverja var sú að fjórðungur ágóðans og 5% skattur af hinum hlutanum færi í vasa spánverja. Mikill áróður kom aftur á móti í veg fyrir að traust almennings á fyrirtækinu minnkaði. Þrátt fyrir að einkaréttur á verslun þeirra í Suður-Ameríku hafði lítil áhrif á rekstur þess gekk því vel sem fjármálafyrirtæki sem stöðugt hagnaðist á hækkandi gengi bréfa þess. Á svipuðum tíma í ársbyrjun 1720 var hlutabréfabóla kennd við John Law og Mississippi-áætlun hans í Frakklandi í fullum blóma. Áhrif bólunnar mátti finna út fyrir landamæri Frakklands og Bretar fundu einnig áhrif hennar. Mississippi-áætlunin snérist að stórum hluta um einkarétt um verslun við Mississippi fljóti í Bandaríkjunum sem fyrirtækið fékk í skiptum fyrir að greiða niður skuldir ríkisins. Stjórnendur Suður-sjávar fyrirtækisins hafa eflaust tekið eftir hliðstæðum á starfsemi fyrirtækjanna. Þó að merki væru uppi um að spilaborg Law væri í þann mund að hrynja, (sem gerðist örfáum mánuðum síðar), töldu stjórnendur Suður-sjávar félagsins þó að þeir gætu leikið sama leik í Bretlandi og komist hjá þeim ógöngum sem Law lenti í. Því komu þeir með þá djörfu hugmynd að yfirtaka allir skuldir ríkisins gegn enn frekari einkarétti veittum af þinginu, líkt og Law hafði gert í Frakkland. Til að gera hugmyndina að veruleika var nauðsynlegt að gera hlutabréf fyrirtækisins enn eftirsóknarverðari, hækka gengi þeirra og gefa út ný hlutabréf sem þannig mynduðu hagnað til að standa við skuldbindingar fyrirtækisins. Aðeins með því móti yrði hægt að sannfæra eigendur ríkisskuldabréfa að skipta skuldabréfunum í hlutabréf fyrirtækisins. Það var þannig hagur ríkisins, stjórnenda, og fjárfesta Suður-sjávar félagsins að gengi þeirra héldist hátt. Þá tvo mánuði sem það tók að fylgja eftir frumvarpinu á þinginu jukust sögur um velgegni útrásarinnar með ævintýralegum hætti. Með harðfylgi innan þingsins var hugmyndin samþykkt í apríl mánuði, en á því tímabili rúmlega tvöfaldaðist gengi bréfa fyrirtækisins. Aðeins fimm dögum síðar var útboð á bréfum fyrirtækisins á genginu 300. Skömmu síðar kom tilkynning um stórfellda arðgreiðslu sem jók enn frekar trú fólks á góðu gengi fyrirtækisins sem stjórnendur fyrirtækisins nýttu sér; næsta útboð kom í kjölfarið á genginu 400. Þess ber að geta að fjárfestum var gert einstaklega auðvelt með að kaupa bréfin gegn lánum, sem jók enn frekar eftirspurn bréfanna. Samhliða æðinu komu fram á sjónarsviðið önnur félög sem tóku þátt í hlutabréfaútboðum og eftirspurnin lét ekki á sér standa. Útboðslýsingar sumra þeirra
  • 2. hefðu vart þótt vitrænar á venjulegum tímum. Sú ótrúlegasta var eitthvað á þá leið að tilgangur fyrirtækis sem verið var að stofna væri að taka þátt í framkvæmd sem veitir mikið forskot í viðskiptum, en enginn vissi þó út á hvað það forskot gekk. Hlutabréfin ruku út eins og heitar lummur; einstaklingurinn sem sá um það fór út á sjó sama kvöld og sást aldrei meir. Stjórnendur The South-Sea Company stóðu samtímis í ströngu við að sjá til þess að gengi fyrirtækisins héldi áfram að hækka, enda hagsmunir þess ekki nauðsynlega bundnir við reksturinn sjálfan heldur fyrst og fremst gengi þess. Í ágúst byrjun hafði gengi bréfa þess hækkað í 1.000. Þá fór það hins vegar að breiðast út að stjórnendur fyrirtækisins höfðu sjálfur selt bréf sín og gengi þess fór því að síga niður aftur all mikið. Ýmsar tilraunir stjórnenda fyrirtækisins við að halda genginu háu höfðu jafnvel þveröfug áhrif og traust almennings til þess hvarf með ógnar hraða. Án traustsins hvellsprakk blaðran, aðeins tveimur mánuðum síðar hafði gengið þess fallið niður í 150. Almenningsálitið gagnvart stjórnendum fyrirtækisins fór á svipaðan veg og hjá John Law í Frakklandi sama ár. Einn mánuðinn voru þeir snillingar, þann næsta voru þeir úrhrök sem áttu fótum sínum fjör að launa. Í stað þess að ræða um græðgina sem gripið hafði þjóðina snerist umræðan um að heiðarlegt og duglegt fólk hefði verið arðrænt af ræningjum sem hengja ætti án dóms og laga. Það kom reyndar á daginn að þeir voru ekki þeir einu sem voru sekir því nokkrir þingmenn, flestir sem höfðu haft sig sem mest í frammi við að tryggja fyrirtækinu einkarétt á verslun sinni, höfðu fengið nokkurs konar kauprétt á bréfum fyrirtækisins og hagnast mikið á því. Reiði þjóðarinnar varð slík að ekki aðeins var mönnum refsað fyrir syndir sínar (og þingmenn reknir af þingi) heldur lentu margir sem litlar sem engar sakir höfðu framið í því að verða refsað til að svala þörf almennings, oft með litlar tilvitnanir í lagabálka. Í árslok 1720 tók löggjafinn við að endurreisa almenningstraustið. Um þriðjungur hlutabréfa var í eigu fyrirtækisins sjálfs. Þau bréf voru dreifð til hluthafa þess. Auk þess kom tilskipun um að þeir sem tekið höfðu lán til hlutabréfakaupa þyrftu aðeins að greiða tíu prósent af lánsfjárhæðinni til baka. Með þessu náðist meiri stöðugleiki í þjóðfélaginu þó svo að tiltrú almennings til hlutabréfa hafi verið varfærin næstu hundrað árin. Ofangreind frásögn er samantekt úr hinni sögulegu bók Charles Mackay, Extraordinary Popular Delusions & the Madness of Crowds. Bókin fjallar um ýmis konar æði sem gripið hafa þjóðfélög í gegnum tíðina. Fyrir fjármálamenn eru hundrað fyrstu síðurnar áhugaverðastar enda koma fram helstu fyrstu æðin tengd hlutabréfum. Auk Suður-sjávar bóluna fjallar bókin um Mississippi-áætlunina í Frakklandi og Túlipana-æðið sem skók Hollend fyrri hluta sautjándu aldar. Það vekur sérstaka eftirtekt að flest þau æði tengdust auðveldu aðgengi að fjármagni til að standa straum af slíkum fjárfestingum, sem reyndust í grunni vera lítið annað en sandkastalar. Vonandi er slík staða ekki í farvatninu hér á landi eftir gífurlegar hækkanir á gengi hlutabréfa undanfarin tvö ár. Birtist í Morgunblaðinu, 28.október, 2004