Ce diaporama a bien été signalé.
Nous utilisons votre profil LinkedIn et vos données d’activité pour vous proposer des publicités personnalisées et pertinentes. Vous pouvez changer vos préférences de publicités à tout moment.

20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja

667 vues

Publié le

bankar aðgreining viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbanka

Publié dans : Économie & finance, Business
  • Soyez le premier à commenter

20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja

  1. 1. Skilgreining á hlutverkum banka & fyrirtækja Már Wolfgang Mixa Eitt af einkennum tímabila í kjölfar fjármálakreppa er að leitast er við að laga þá þætti sem flestir eru sammála um að hafi verið orsakavaldar nýliðinnar kreppu. Það er áhugavert að rifja slíkar aðgerðir upp og hvað megi læra af þeim. Framhaldið af 1907 og 1929 Ein af þekktari ímyndum í bankahruninu árið 1907 var fólk í röðum að taka út innstæður sínar í bönkum og fylgjast með því hversu mikið af seðlum sást fyrir aftan gjaldkerana. Bankastjórar lögðu mikla áherslu á að sýna sem stærstan bunka af seðlum til að friðþægja innstæðueigendur. Í framhaldinu af var lögð áhersla á að koma í veg fyrir að áhlaup á bönkum ætti sér stað vegna lausafjárskorts þeirra. Leiddi sú vinna til þess að árið 1913 var Seðlabanki Bandaríkjanna stofnaður. Með stofnun hans gátu bankar sótt sér lausafé gegn tryggingum með stuttum fyrirvara. Í framhaldi af Kreppunni miklu, þar sem að margir töpuðu innstæðum sínum vegna gjaldþrota banka, voru innstæðutryggingar kynntar til sögunnar árið 1933. Rétt eins hérlendis, þar sem margir töpuðu hluta sparnaðar síns í peningamarkaðssjóðum sem nú eru rúnir trausti, þvarr traust almennings á (ótryggðum) innstæðum sínum í bönkum sem gerði slæmt ástand enn verra. Fall eins banka sem hafði ef til vill lagt háar sumir í hlutabréf gerði það að verkum að eignir annara stöndugra banka voru frystar, með þeim afleiðingum að eignaverð féll hratt og smáir bankar, með minna aðgengi að lausafé, urðu gjaldþrota. Þetta leiddi til þess að jafnvel stærri bankar með traustan grunn urðu veikari sem olli neikvæðri keðjuverkun. Þessi aðgerð var því viðbrögð við þessari þróun, en þrátt fyrir það geymdu margir peninga sína undir koddum sínum það sem þeir áttu eftir ólifað í framhaldi af þessari reynslu. Samtímis var kveðið á um aðskilnað í rekstri banka sem fól í sér aðskilnað á hefðbundinni bankaþjónustu (inn- og útlánastarfsemi) og fjárfestingarstarfsemi (þessi lög eru almennt þekkt sem Glass-Steagall Act). Innstæðueigendur sofa vel Það mætti segja að með þessu hafi verið tryggt að innstæður almennings hafi verið tryggðar með auðveldum hætti. Fjárfestingarbankar annast starfsemi fjárfestinga (eins og nafnið gefur til kynna) og ef vel gengur hagnast hluthafar mikið, ef illa gengur gætu hluthafar tapað jafnvel allri fjárfestingu sinni. Hér ríkja markaðslögmál. Önnur lögmál gilda um hefðbundna bankastarfsemi. Til að fólk fari að hafa áhyggjur af innstæðum sínum umfram tryggingu ríkisins þarf að eiga sér alvarlegt kerfislegt hrun til að bankar fari að tapa meiru en þeir lána út, auk allra þeirra vaxta og viðskiptagjalda sem þeir rukka fyrir þjónustu sína. Með seðlabanka sem veitir aðgang að lausafé eru auk þess litlar líkur á því, eiginlega óhugsandi, að áhlaup eigi sér stað á bönkum. Enda var það óalgengt í marga áratugi að vestrænir bankar yrðu gjaldþrota fram að haustinu 2007, helstu undantekningarnar voru sparisjóðabankar í Bandaríkjunum á níunda áratugnum og Norrænir
  2. 2. bankar í upphafi þess tíunda. Innstæður voru þó í öllum tilvikum tryggðar (eigendur töpuðu eign sína) og því ekki að furða þó að fólk hafi því almennt sofið áhyggjulaust varðandi innstæður sínar jafnvel þó að bankamenn þess hafi lánað peninga sína áfram með heimskulegum hætti. Viðskiptabankastarfsemi Hefðbundin bankarekstur er þó ekki alveg áhættulaus. Til að ná viðunandi arðsemi hafa bankar almennt lánað miklu meiri pening en þeir hafa „í kassanum“. Söguleg skýring á þessu er að áður fyrr voru það málmar sem stóðu á bak við verðgildi peninga geymdir í bönkum. Þar sem fólk treysti bönkunum þá gátu bankar notað málmana til að prenta meiri peninga til útlána, vitandi að fólk kæmi „aldrei“ í hópum til að innleysa málma. Þannig þróuðust bankar sem aðeins hafa hluta af skuldbindingum sínum (innlánum) til reiðu hverju sinni. Algengt er að bankar láni 100 krónur fyrir hvern tíkall sem þeir hafa í sjóðum sínum. Þetta er almennt kallað margföldunaráhrif í fjármálum. Með einföldun er hægt að segja að í ofangreindu dæmi sé eiginfjárhlutfall slíks banka 10% (10/100). Eigendur banka fá því vaxtatekjur af 100 krónum en tapist aðeins 10% af útlánum þurrkast eigið fé eigenda út. Bankastarfsemi í dag er því almennt gírug. Ólíklegt verður að telja að rekstrargrundvöllur væri fyrir banka í slíkri gírugri uppsetningu nema að innstæður væru tryggðar. Ekki þyrfti nema slæmur orðrómur að eiga sér stað til að innstæðueigendur færu að taka pening sinn út (bankar með fjárfestingararm innandyra ættu jafnvel erfitt með að fjármagna sig með innstæðum á samkeppnishæfum kjörum ef þeir væru að keppa við auknu öryggi sem fylgir hefðbundinni bankaþjónustu). Því felst ákveðin mótsögn í því að bankar séu sjálfstæðar einingar. Tryggingar með almannafé eru nauðsynlegar til að rekstur þeirra þrífist. Raunar er það svo að sum ríki kjósa að hafa þær einfaldlega í ríkiseigu, þannig að skattborgarar njóti ávaxta þess þegar að hagnaður á sér stað en séu ekki einungis rukkaðir þegar að illa gengur. Því má við bæta að reynsla af bönkum einungis í eigu ríkisins hafa sögulega haft tilhneigingu til að skeyta minna um arðsemi þeirra og beina sjónum sínum að lánum með tilliti til vina og vandamanna stjórnmálamanna. Það felst því takmörkuð lausn í því að viðskiptabankastarfsemi sé einungis í eigu ríkis. Grunnstoðir Það er þröngt sjónarmið að bankar séu einungis fyrirtæki sem eru sköpuð til að skapa tekjur umbjóðenda sinna. Í jafnvel fátækum samfélögum er bankakerfi nauðsynlegt til að vera milligönguaðili á milli þeirra sem spara og lántaka. Þegar að innstæðueigendur tóku út sparifé sitt í Kreppunni miklu minnkaði fjármagn gífurlega til framkvæmda sem jók enn á þunga kreppunnar. Það má því færa rök fyrir því að bankakerfið sé hluti af grunnstoðum samfélagsins, rétt eins og aðrar auðlindir þess eins og orkan, fiskurinn og vatnið. Til að hægt sé að viðhalda öðrum mannlegum auðlindum eins og heilsugæslu, kennslu og umönnun aldraða (velferðarkerfi) þarf að hlúa að þessum grunnstoðum og gæta þess að rekstargrundvöllur þeirra sé ekki settar í uppnám eða falli úr höndum þjóðarinnar.
  3. 3. Skilgreining á fyrirtækjum Ég vann í Sparisjóði Hafnarfjarðar í mörg ár. Góður maður spurði á forstöðumannafundi, þegar að uppgangur bankanna var farinn að hafa áhrif á fjármálalífið, hvort ekki þyrfti að fara í þá vinnu að skilgreina hlutverk sparisjóðsins. Í því sambandi var spurt hver arðsemiskrafa sparisjóðsins ætti að vera og hlutverk sjóðsins og skyldur gagnvart íbúum Hafnarfjarðar væri. Almennt voru fundarmenn sammála um að arðsemissjónarmið sparisjóðsins ætti að vera hóflegt og undir þeim kröfum sem bankarnir gerðu. Auk þess var áhersla lögð á að halda áfram á þeirri braut að þjónusta íbúa Hafnarfjarðar með þeirra hag að leiðarljósi. Ég held að fáar fjármálastofnanir hafi til dæmis verið jafn mikið á bremsunni varðandi útlán til fólks á árunum 2003-2005 og þessi sparisjóður (hann var umbreyttur í Byr árið 2005 og nánast tekinn yfir skömmu síðar). Hvað útlán varðaði þá voru starfsmenn sparisjóðsins flestir Hafnfirðingar og þekktu sína viðskiptavini. Eitt af vandamálum við losun hafta í Finnlandi og Svíþjóð seint á 8. áratugnum var að í útlánaþenslunni sem fylgdi kom í ljós að bankastarfsmenn höfðu ekki nægilega þekkingu á útlánum né þekktu þeir einstaklinganna sem þeir voru að lána nægilega vel. Þetta var ekki vandamál hjá sparisjóðnum, enda starfsmenn og viðskiptavinir flestir úr sama bæjarfélaginu. Þessi sannindi eru ekki ný af nálinni; frægasti bankamaður sögunnar, J. Pierpont Morgan, sagði við réttarhöld árið 1912 aðspurður hvort meira máli skipti varðandi útlán, peningar eða veð, að það væri hvorugt heldur karakter. Endurskilgreining banka Glass-Steagall lögin stóðu í 66 ár en voru afnuminn árið 1999. Þau þóttu vera úr sér gengin enda átti áhættustýring innan banka að vera komin á það hátt stig að þau væru orðin óþörf. Það tók innan við áratug til að hið gagnstæða kæmi í ljós. Íslenskir bankar störfuðu eins og erlendir bankar gerðu eftir afnámi hafta 1999. Með einkavæðingunni 2002 komust þeir í einkaeigu en almenningur bar samt ábyrgðina ef illa færi. Dæmi eru IceSave, skaddað orðspor þjóðar og hversu litlu mátti muna að greiðslukerfið hér hryndi algjörlega. Það þarf að endurskilgreina íslenska banka. Taka þarf upp sambærileg lög og voru í Bandaríkjunum í 66 ár með góðum árangri. Rekstur slíkra banka er þó ekki áhættulaus en þar sem að þeir eru nauðsynlegir samfélaginu er eðlilegt að það leggi á móti til tryggingu (í formi innstæðutrygginga) til að rekstur slíkra stofnanna gangi vel og þjóni landsmönnum. Endurskilgreining fyrirtækja Þetta á ekki einungis við um banka. Tryggja þarf að fyrirtæki (t.d. orkufyrirtæki) sinni sínu hlutverki í þágu samfélagsins með heilbrigð arðsemissjónarmið að leiðarljósi, án þess að stefna í hættu innviðum þess. Búið er t.d. að skuldsetja orkufyrirtæki hérlendis langt umfram því sem nauðsynlegt er fyrir almenningsþjónustu. Þó er ekki hægt að kenna einkavæðingu orkugeirans um hversu alvarleg skuldastaðan er, OR er t.d. alfarið í eigu almennings. Það er ekkert að því að fara í orkuframkvæmdir (innan eðlilegra marka auðvitað) þar sem að áhættur eru teknar. Slíkar fjárfestingar eiga hins vegar aðeins að vera að takmörkuðu leyti í höndum ríkisins. Ekki hefur reynsla af hreinni einkavæðingu, samanber bönkunum, heldur reynst vel.
  4. 4. Erlend reynsla sýnir að hægt sé að nálgast gullin meðalveg með því að skilgreina arðbær fyrirtæki sem þjónusta almannaheill (með öðrum orðum, ekki einungis þjóðhagslega arðbær). Ráðandieignarhald slíkra fyrirtæki er í höndum ríkis í gegnum eignarhluta hlutafjár. Almennir fjárfestar,með tilkalli til stjórnarsetu, eiga aftur á móti tilkall til hluta hlutafjárs og veita þannig aðhald við reksturinn. Reynslan er að ákveðið jafnvægi næst hvað varðar arðsemissjónarmið og hóflegrar áhættu í rekstri. Þetta þarf að vinna í sátt við samfélagið til að hámarka hagnað og þjónustu gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem þjónusta almannaheill. blog.eyjan.is/marmixa/2010/11/11

×