Ce diaporama a bien été signalé.
Nous utilisons votre profil LinkedIn et vos données d’activité pour vous proposer des publicités personnalisées et pertinentes. Vous pouvez changer vos préférences de publicités à tout moment.

Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

 • Soyez le premier à commenter

 • Soyez le premier à aimer ceci

Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

 1. 1. Rannsókn á lestrarvenjum og viðhorfum barna til lesturs ognotkun barnabókmennta í skólastarfi Guðmundur Engilbertsson LNÁ0155
 2. 2. Markmið og fyrirætlanir• Markmiðin: – greina stöðu og hlutverk barnabókmennta í kennslu, námi og daglegu lífi barna á aldrinum 8–11 ára og miðla þeirri þekkingu. – greina og bera saman lestrarvenjur evrópskra barna. – bera saman náms- og kennsluaðferðir og stöðu bókmenntalesturs meðal barna. – safna gögnum fyrir frekari rannsóknir og þróunarstarf á þessu sviði. – búa til vefsíðu til að kynna niðurstöður og skapa umræðuvettvang um efnið. – halda ráðstefnu um efnið og verkefnið fyrir evrópskt fræðifólk og kennara. – gefa út leiðbeiningar um kennslu, viðmið um val á lesefni til kennslu og leiðir til að vekja evrópskt samfélag til aukinnar vitundar um gildi lesturs og barnabókmennta.
 3. 3. Rannsóknaraðilar• Háskólinn á Akureyri  Guðmundur Engilbertsson og Kristín Aðalsteinsdóttir• University of the West of England Bristol  Catherine Butler, Penelope Harnett, Elizabeth Newman og Jane Carter• Universidad de Murcia  Purificatión Sánches og Pascualf Perez• Gazi Universitesi Ancara  Ayten Kiris og Hamza Keles
 4. 4. Samstarfið í upphafi• Fyrsti fundur á Spáni í nóvember 2009 – Rannsakendur kynntu væntingar sínar til verkefnisins – Mótuð var rannsóknarhugmynd með markmið rannsóknar og væntingar rannsakenda í huga – Skilningur á hugtökum ræddur (mjög mikilvægt) • T.d. hugtök eins og fjölmenning og lesskilningur – Umræða um lykilþætti í rannsókn • Megindleg og eigindleg gagnaöflun
 5. 5. Samstarf og aðgerðir• Annar fundur á Íslandi í febrúar 2010 – Undirbúningur að framkvæmd – Mótun spurningalista og viðtalsramma – Ákvarðanir vegna framkvæmdar • 25–50 kennarar og 600–1000 nemendur í hverju landi • 6 rýnihópar nemenda (4 í hverjum hópi) og 2 rýnihópar kennara (6 í hvorum hópi) í hverju landi • Áætlun um forprófun og lokagerð spurningalista og viðtalsramma – Framkvæmd í apríl og maí • Forprófun og rannsókn • Viðtöl og veflæg könnun (Survey Monkey)
 6. 6. Samstarf og úrvinnsla• Þriðji fundur í Tyrklandi í október 2010 – Helstu niðurstöður í hverju landi og í heild ræddar – Gagnaúrvinnsla og álitamál – Efnisgrind skýrslu og skipulag skrifa – Umræða um kennsluefnið • Continious Professional Development Packages (cpd-packs)
 7. 7. Samstarf og niðurstöður• Fundað í Bristol – Farið yfir áfangaskýrslu – Niðurstöður skoðaðar og tengdar saman – lokahönd lögð á greiningu gagna – Lokaskýrslan rædd, form og inntak, samræmi o.s.frv. – Kennsluleiðbeiningar – Tímaáætlun á vinnu fram að skilum skýrslu
 8. 8. Vefsíða og afurðir• Vefsíða rannsóknarverkefnis – http://www.um.es/childrensliterature/site/• Kennsluleiðbeiningar – http://www.um.es/childrensliterature/site/mod/resou rce/view.php?id=311• Skýrsla – http://www.um.es/childrensliterature/site/file.php/1/ Deliverables/LTCL_final_Report.pdf• Einnig á vefsíðu miðstöðvar skólaþróunar – http://www.unak.is/static/files/Skolathrounarsvid/lok askyrsla%20LTCL.PDF
 9. 9. Meginniðurstöður• Börn – nemendur – Marktæk fylgni milli bókakosts á heimili og áhuga barna á lestri. Bakgrunnsbreytan sem hefur mest áhrif á svörun barna. – Mikill meirihluti barna í Tyrklandi (80%) segist elska að lesa en aðeins þriðjungur íslenskra barna • Það kann að skýrast af orðalagi spurningar, við getum okkur til að orðalagið að elska eitthvað hafi aðra merkingu hér á landi en annarstaðar – nær lagi hefði verið að orða svarmöguleikann á annan veg, t.d. líkar mjög vel. – Mynd 12
 10. 10. frh– Áhugi barna á lestri er nokkuð breytilegur eftir landi, kyni og aldri. Stúlkur virðast áhugasamari um lestur en drengir og þá virðist lestraráhugi dvína eftir aldri. • Mynd 13 og 14– Um 7–10% nemenda, óháð landi, kyni eða aldri hefur ekki áhuga á að lesa og við getum okkur þess til að það séu börn sem eigi við lestrarerfiðleika að stríða þótt fleiri skýringar kunni að vera á því.
 11. 11. frh– Börnin lesa að meðaltali rúman hálftíma á dag, þau eldri aðeins lengur en þau yngri. Athygli vekur að íslensku börnin eru barna óvissust um þann tíma sem þau verja í lestur á dag – um helmingur segist ekki átta sig á því. • Mynd 16 og 17– Líklega er lestur í fastari skorðum annars staðar – lestur sem hefur tíma og stað– Íslensku börnin lesa frekar að eigin frumkvæði eða ekki eins venjubundið og börn annars staðar.
 12. 12. frh– Íslensk börn virðast oftast barnanna venja komur sínar á bókasöfn, einkum til að velja sér bækur. Mjög fá börn á Íslandi fara ekki á bókasafn – aðeins um 10% miðað við um 25–30% barna annars staðar. • Mynd 19– Aðgengi að almenningsbókasöfnum og skólabókasöfnum hér á landi virðist mjög gott, sérstaklega þegar miðað er við Tyrkland
 13. 13. frh– Niðurstöður sýna að börn eru mjög sjálfstæð hvað val lesefnis varðar. • Mynd 20– Mestur áhugi á lesefni á áhugasviði, skemmtilegt efni, efni sem þau þekkja, t.d. bókaflokka eða höfunda. • Mynd 18, 23, 24– Meirihluti sækir í að lesa aftur bækur sem þau hafa lesið, til að endurnýja upplifun sína og þá segjast þau læra eitthvað nýtt. • Mynd 21 og 22 og opin svör • Rannsóknir benda til þess að endurlestur geti eflt lestraröryggi yngri nemenda auk þess sem upplifunin getur styrkt skemu sem nemandi byggir upp í huga sér af efninu
 14. 14. frh– Börn vilja bækur sem leika á tilfinningastrengina • Kitla hláturtaugar, eru ánægjulegar og spennandi • Þar sem þau upplifa sögupersónur sem vini • Ævintýri, fantasíur, skemmtilegar sögur • Mynd 25 og 29– Sögupersónur geta verið alls konar • Töfraverur, ævintýraverur • Dýr • Önnur börn – Stúlkur vilja frekar að það séu stúlkur og drengir vilja að það séu drengir • Mynd 26 og 27
 15. 15. frh– Mikill meirihluti barna (minnst 70% og mest 96%) hefur yndi af að vinna með barnabókmenntir sem efnivið í skólastarfi. • Þeim finnst þau auka veraldlega þekkingu sína, fá nýjar hugmyndir til að hugsa um og læra ný orð • Mynd 33– Íslensk börn skrifa sjaldnar (ríflega 50%) um það sem þau lesa í skólanum en börn í hinum löndunum þremur (80–90%). • Þarf ekki að þýða að minni áhersla sé lögð á ritun hér en annarstaðar en bókmenntir virðast alla vega ekki vera efniviður eða grunnur að ritun í jafn ríkum mái hérlendis– Hvað segið þið um það?
 16. 16. frh– Athygli vekur að íslensk börn virðast síður en önnur börn telja sig læra að mynda sér skoðanir á lesefni, að lesa fjölbreytt efni, að tengja saman mismunandi lesefni og finnast lesturinn gagnlegur • Mynd 34, sjá öll löndin– Ástæðan hlýtur að tengjast vinnubrögðum í skólanum, þ.e. hvernig unnið er með bókmenntir og texta.– Eða hvað segið þið?
 17. 17. Umræða• Hvernig viljið þið túlka í heild niðurstöður hér að framan með lestrarhvetjandi eða læsisstyðjandi umhverfi í huga? – Ræðið 2 til 4 saman og hafið þess vegna í huga draumaskóla eða draumaaðstæður. – Setjið saman stutta greinargerð – yfirlýsingu eða stefnumörkun (þið getið tínt fleira til en niðurstöður úr rannsókninni). • Hafið skoðanir! Takið afstöðu!
 18. 18. frh• Kennarar – Í öllum löndunum lesa kennarar oft og títt fyrir nemendur sína, einkum í því skyni að efla áhuga þeirra á lestri. • Mynd 44, 63 – Þeir segja auk þess að nemendur lesi mikið í skólanum • Mynd 62 – Kennurum finnst mikilvægt að lesa og kynna bækur sem breikka sjóndeildarhring barnanna, sem efla hugsanlega skilning barna á sjálfum sér, fela í sér siðferðileg og tilfinningaleg leiðarstef og yfirhöfuð að börn kynnist góðum bókmenntum. • Mynd 50, 51, 52, 53
 19. 19. frh– Kennarar nota barnabókmenntir einnig til: • Að efla orðaforða barna (sérstaklega á Íslandi), efla leikni í tungumálinu, kenna lestur, efla lesskilning og til skemmtunar • Mynd 44 – Oft marktækur munur milli landa, stundum eftir kyni og aldri– Íslenskir kennarar og eldri kennarar líklegri en þeir yngri til að mæla með bókum eftir höfunda sem taka á málefnum er varða börn • Mynd 58
 20. 20. frh– Kennarar telja almennt að kennarar og foreldrar beri ábyrgð á að efla áhuga barna á bókmenntum og lestri en kennarar á Spáni, í Englandi og í Tyrklandi telja að fleiri bera slíka ábyrgð, s.s. systkini, fjölmiðlar, bekkjarfélagar og vinir – en undir það taka ekki íslenskir kennarar. • Myndir 65, 66, 67, 69, 70 • Þennan mun er mjög áhugavert að skoða frekar – er talið að ábyrgð helstu forsjáraðila barna firri aðra ábyrgð hérlendis? Er litið frekar á þetta sem samábyrgð annars staðar?– Hvað haldið þið?
 21. 21. frh– Á Englandi og Spáni tengja kennarar notkun barnabókmennta við ákvæði námskrár (96–100%) en einungis ríflega helmingur kennara á Íslandi og í Tyrklandi.– Er ástæða til að skýra stöðu barnabókmennta í námi og kennslu í aðalnámskrá?
 22. 22. frh– Enskir kennarar virðast nota barnabókmenntir með fjölbreyttari hætti en aðrir kennarar.– Aðrir kennarar virðast leggja höfuðáherslu á lesskilning og þætti er varða lesturinn sjálfan en enskir kennarar nota efniviðinn til að víkka sjóndeildarhring barna, efla sjálfskilning þeirra og tengja börn og veruleika þeirra við bókmenntir.
 23. 23. frh– Tyrknesku kennararnir fá minni fræðslu um barnabókmenntir í sínu kennaranámi eða í gegnum sí- og endurmenntun að námi loknu. Þeir eru auk þess yngri og reynsluminni en aðrir kennarar. • Myndir 38, 39 og 41, 42 • Kennarar fræðast um bókmenntir og kennslu í kennaranámi og sí- og endurmenntun. Hvernig er því háttað hér á landi að ykkar mati? Hvaða fræðslu hafið þið t.d. fengið eða sjáið fram á að fá?
 24. 24. frh– Íslensku kennararnir virðast fylgjast mjög vel með útgáfu barnabóka og kynna sér þær – mun frekar en aðrir kennarar. • Frétta af þeim, lesa bæklinga .. • Lesa bækurnar– Aðeins ríflega helmingur íslensku kennaranna segja að í skólastofunum séu leskrókar eða leshorn en slíkt virðist nánast alsiða í hinum löndunum þremur (yfir 90%). • Mynd 55
 25. 25. frh• Hugleiðingar um – lestur, áhugahvöt, lestrarhvetjandi umhverfi/skilyrði – aðferðir til að efla samræðu til náms, ritun, lesskilning og orðaforða – Draumaskólinn? Hvernig býr hann að þessu?

×