SlideShare une entreprise Scribd logo
1  sur  2
Télécharger pour lire hors ligne
Hátt verð á olíu: Stundarfyrirbrigði eða undanfari samdráttar á hagvexti?
                                         Már Wolfgang Mixa

          Fyrri hluta marsmánaðar í fyrra birti hið virta tímarit The Economist forsíðugrein þar sem
leiddar voru líkur að því að verð á olíu, sem þá var um $10 tunnan, ætti eftir að lækka jafnvel enn
meira. Helstu áhyggjurnar voru þær að verð á olíu gæti lækkað jafnvel helmingi meira sem hefði
afar slæm áhrif á efnahag ríkja eins og Mexíkó og Venesúela, ríkja sem byggja efnahag sinn að
miklu leyti á olíuframleiðslu en hafa ekki enn náð kostnaði við framleiðslu nægilega mikið niður.
Tímasetning greinarinnar var vægast sagt afar slæm. Tímaritið hafði vart verið prentað þegar
verð á olíu fór að hækka á nýjan leik. The Economist hafði vanmetið illilega styrk OPEC-ríkja
við takmörkun á framleiðslu.
          Núna, um 18 mánuðum síðar, hefur verðið meira en þrefaldast og sumir eru farnir að hafa
áhyggjur af því að olíuverð gæti haft neikvæð áhrif á hagvöxt víða um heim og ekki síður á
afkomu fyrirtækja. Þó að flestir sérfræðingar telji að olíuverð lækki á nýjan leik um mitt næsta ár
fjölgar þeim sem telja að verð gæti hækkað enn meira næstu mánuði og jafnvel farið í $40 fyrir
tunnuna á næstu vikum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja m.a. um 50% líkur á því að slíkt
gerist og bjartsýnin er ekki meiri hjá Morgan Stanley Dean Witter.
                                      Helst olíuverð á sömu slóðum?
          Rökin fyrir því að olíuverð lækki ekki að ráði á næstunni eru margþætt. Eftirspurn eftir
olíu hefur farið fram úr áætlun og hafa olíufyrirtæki ekki náð að anna henni. Með auknum
arðsemiskröfum á fjármagn olíufyrirtækja hefur áhersla olíufyrirtækja í rekstri tekið
stakkaskiptum. Í stað þess að einblína á að framleiða sem mesta olíu hefur stöðugt meiri áhersla
verið lögð á hagkvæmni við framleiðslu. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Merrill Lynch minnkaði
framleiðsla tíu stærstu framleiðenda á fyrri hluta þessa árs þrátt fyrir hækkun olíuverðs.
Reyndar hefur olíuverð í dag lítil áhrif á ákvarðanir olíufyrirtækja. Viðmiðunin er frekar sú
hversu langt niður verð á olíu getur fallið. Allar áætlanir Shell-samsteypunnar eru t.d. miðaðar
við að verð á olíutunnu sé $14. Þeim verkefnum, sem skila ekki viðunandi hagnaði á því verði, er
ýtt til hliðar. Þetta er eðlilegt í ljósi þess að miðgildi olíuverðs á tunnu hefur verið um $16 síðan
seinni heimsstyrjöldinni lauk.
          Auk þess hafa ríkisstjórnir Frakklands og Hollands látið undan mótmælum borgara sinna
og lofað skattalækkunum tengdum olíu. Ríkisstjórnir annarra Evrópuríkja eru undir svipuðum
þrýstingi. Í nýlegri fréttatilkynningu OPEC kom fram að aðeins 16% af verði á fullunninni olíu
færu til þeirra sem framleiða hana, afgangurinn færi í skatta og til þeirra sem fullvinna olíuna og
markaðssetja. Með skattalækkunum verður olía samkeppnishæfari orkugjafi og er það mikill
sigur fyrir OPEC. Líklegt er að OPEC sjái minni ástæðu til þess að auka framleiðslu sína.
Framleiðslan er í ofanálag nálægt hámarksgetu hjá flestum OPEC-ríkjum að Saudi-Arabíu
undanskilinni.
          Ekki má gleyma að vetur er að nálgast og olíubirgðir Bandaríkjanna hafa ekki verið jafn
litlar í lengri tíma. Ljóst er af ofangreindu að spár um að verð á olíu lækki næstu mánuði geta
hæglega verið lítið annað en óskhyggja.
                                               Áhrif á hagvöxt
          Þessa dagana eru spár um hagvöxt næsta árs að líta dagsins ljós. Þær eiga það allar
sameiginlegt að vera á jákvæðu nótunum. Áætlaður hagvöxtur þessa árs og hins næsta á
heimsvísu er hinn mesti í 30 ár og á sama tíma hefur verðbólga sjaldan mælst jafn lítil. Aukin
framleiðni og almennt friðarástand í heiminum eru helstu ástæðurnar.
Spárnar eiga það hinsvegar einnig sameiginlegt að haldist olíuverð á sömu slóðum og það er nú
hafi það töluvert neikvæð áhrif á hagvöxt næsta árs. Almennt gera þær spár ráð fyrir að
hagvöxtur hægist um 0,5% haldist núverandi verðlag á olíu. Auk þess gerir Efnahags- og
framfarastofnun Evrópu ráð fyrir um 0,5% aukningu á verðbólgu hjá vestrænum þjóðum fyrir
hverja $10 hækkun á olíutunnu.
Áhrifin eru nú þegar farin að koma fram. Hálfsársuppgjör fyrirtækja, bæði hér og
erlendis, með hátt hlutfall olíukostnaðar í rekstrarliðum sínum hafa orðið fyrir neikvæðum
áhrifum af hækkandi olíuverði. Sum þeirra hafa ekki beðið boðanna og hækkað verð til að mæta
þessum auknum kostnaði. United Parcel Services bætti t.d. nýlega við 1,25% aukagjaldi á
flutningaþjónustu sína vegna hækkandi olíukostnaðar.
        Það eru þó ástæður til þess að ýta ekki of harkalega á hræðsluhnappinn. Helsta ástæðan er
auðvitað sú að aukin tækni hefur gert það að verkum að daginn í dag á heimsvísu þarf aðeins um
tvo þriðju af því sem þurfti fyrir 30 árum til að framleiða hverja einingu af þjóðarframleiðslu.
Það hlutfall hjá vestrænum þjóðum er aðeins um helmingur af því enda hefur umgjörð
efnahagsins þar tengd framleiðslu minnkað.
                                 Eru hlutabréf ónæm í þetta sinn?
        Þó að verð á olíu hafi ekki sömu áhrif á efnahag og áður er viðbúið að haldist núverandi
olíuverð óbreytt hafi það afar neikvæð áhrif á gengi hlutabréfa næstu misserin. Aukin verðbólga
er óumflýjanleg sem hækkar ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Almenningur fer að finna áhrif hækkandi
verðlags og dregur úr neyslu (sem ég tel vera ein rökin fyrir því að stýrivextir í Bandaríkjunum
verði ekki hækkaðir á næstunni).
        Hærri framleiðslukostnaður og minnkandi eftirspurn getur dregið allverulega úr
hagnaðarauka fyrirtækja. Samkvæmt spám Morgan Stanley Dean Witter mun hagnaðaraukning
fyrirtækja í Evrópu lækka úr 11% niður í 6-8% á næsta ári haldist verð á olíutunnu í kringum
$35. Endurskoða þyrfti núvirðingu margra fyrirtækja með minni vöxt hagnaðar til hliðsjónar,
sem leiðir til lægra mats á markaðsvirði.
        Ekki má vanmeta sálfræðiþáttinn við verðmat hlutabréfa. Ekki er langt síðan að
forsíðufréttir um möguleika veraldarvefjarins höfðu áhrif á hækkandi gengi tæknifyrirtækja. Fari
verð á olíutunnu yfir $40 er hætt við að umtalið um olíuverð og afleiðingar þess verði á enn
alvarlegri nótum en núna sem gæti haft ófyrirsjáanleg áhrif á verðmat hlutabréfa.
        Ef olíuverð lækkar ekki á næstu mánuðum er fyrirhyggjusamt að fjárfesta í dag í
hlutabréfum sem almennt eru ekki með mikinn vöxt reiknaðan í verði þeirra. Þar ber fyrst og
fremst að nefna orku- og olíufyrirtæki, sem hagnast á hækkandi orkuverði, auk fyrirtækja sem
framleiða nauðsynjavörur. Mörg góð fjárfestingartækifæri eru í þeim geirum, þó svo að gengi
hlutabréfa í orkugeiranum hafi tekið mikið stökk upp á við síðastliðna mánuði.




       Birtist í Morgunblaðinu 21. september, 2000.

Contenu connexe

En vedette

We future challenge_blogger
We future challenge_bloggerWe future challenge_blogger
We future challenge_bloggerHenrik Schelle
 
Troca de contexto segura em sistemas operacionais embarcados utilizando técni...
Troca de contexto segura em sistemas operacionais embarcados utilizando técni...Troca de contexto segura em sistemas operacionais embarcados utilizando técni...
Troca de contexto segura em sistemas operacionais embarcados utilizando técni...Rodrigo Almeida
 
Competicion interaulas cuadro semanal futbol sala
Competicion interaulas cuadro semanal  futbol salaCompeticion interaulas cuadro semanal  futbol sala
Competicion interaulas cuadro semanal futbol salaiesoteropedrayoef
 
Jackson 1 cveleros
Jackson 1 cvelerosJackson 1 cveleros
Jackson 1 cvelerosguest7059b0
 
employment certificate
employment certificateemployment certificate
employment certificateRoque Monterey
 

En vedette (12)

We future challenge_blogger
We future challenge_bloggerWe future challenge_blogger
We future challenge_blogger
 
1
11
1
 
Troca de contexto segura em sistemas operacionais embarcados utilizando técni...
Troca de contexto segura em sistemas operacionais embarcados utilizando técni...Troca de contexto segura em sistemas operacionais embarcados utilizando técni...
Troca de contexto segura em sistemas operacionais embarcados utilizando técni...
 
Competicion interaulas cuadro semanal futbol sala
Competicion interaulas cuadro semanal  futbol salaCompeticion interaulas cuadro semanal  futbol sala
Competicion interaulas cuadro semanal futbol sala
 
Test
TestTest
Test
 
Paul
PaulPaul
Paul
 
Jackson 1 cveleros
Jackson 1 cvelerosJackson 1 cveleros
Jackson 1 cveleros
 
Protagonista Eric pozo P4
Protagonista Eric pozo P4Protagonista Eric pozo P4
Protagonista Eric pozo P4
 
Trabajo 16
Trabajo 16Trabajo 16
Trabajo 16
 
Open Global Benefits
Open Global BenefitsOpen Global Benefits
Open Global Benefits
 
Research hypothesis
Research hypothesisResearch hypothesis
Research hypothesis
 
employment certificate
employment certificateemployment certificate
employment certificate
 

Plus de Mar Wolfgang Mixa

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.docMar Wolfgang Mixa
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn Mar Wolfgang Mixa
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Mar Wolfgang Mixa
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Mar Wolfgang Mixa
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyMar Wolfgang Mixa
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonMar Wolfgang Mixa
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...Mar Wolfgang Mixa
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...Mar Wolfgang Mixa
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland Mar Wolfgang Mixa
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinMar Wolfgang Mixa
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Mar Wolfgang Mixa
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeMar Wolfgang Mixa
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lanMar Wolfgang Mixa
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebookMar Wolfgang Mixa
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaMar Wolfgang Mixa
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Mar Wolfgang Mixa
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóðMar Wolfgang Mixa
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækjaMar Wolfgang Mixa
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...Mar Wolfgang Mixa
 

Plus de Mar Wolfgang Mixa (20)

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right time
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
 
20090831 hvað er
20090831 hvað er20090831 hvað er
20090831 hvað er
 

20000921 hatt verd a oliu, stundarfyrirbrigdi eda undanfari samdrattar

  • 1. Hátt verð á olíu: Stundarfyrirbrigði eða undanfari samdráttar á hagvexti? Már Wolfgang Mixa Fyrri hluta marsmánaðar í fyrra birti hið virta tímarit The Economist forsíðugrein þar sem leiddar voru líkur að því að verð á olíu, sem þá var um $10 tunnan, ætti eftir að lækka jafnvel enn meira. Helstu áhyggjurnar voru þær að verð á olíu gæti lækkað jafnvel helmingi meira sem hefði afar slæm áhrif á efnahag ríkja eins og Mexíkó og Venesúela, ríkja sem byggja efnahag sinn að miklu leyti á olíuframleiðslu en hafa ekki enn náð kostnaði við framleiðslu nægilega mikið niður. Tímasetning greinarinnar var vægast sagt afar slæm. Tímaritið hafði vart verið prentað þegar verð á olíu fór að hækka á nýjan leik. The Economist hafði vanmetið illilega styrk OPEC-ríkja við takmörkun á framleiðslu. Núna, um 18 mánuðum síðar, hefur verðið meira en þrefaldast og sumir eru farnir að hafa áhyggjur af því að olíuverð gæti haft neikvæð áhrif á hagvöxt víða um heim og ekki síður á afkomu fyrirtækja. Þó að flestir sérfræðingar telji að olíuverð lækki á nýjan leik um mitt næsta ár fjölgar þeim sem telja að verð gæti hækkað enn meira næstu mánuði og jafnvel farið í $40 fyrir tunnuna á næstu vikum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja m.a. um 50% líkur á því að slíkt gerist og bjartsýnin er ekki meiri hjá Morgan Stanley Dean Witter. Helst olíuverð á sömu slóðum? Rökin fyrir því að olíuverð lækki ekki að ráði á næstunni eru margþætt. Eftirspurn eftir olíu hefur farið fram úr áætlun og hafa olíufyrirtæki ekki náð að anna henni. Með auknum arðsemiskröfum á fjármagn olíufyrirtækja hefur áhersla olíufyrirtækja í rekstri tekið stakkaskiptum. Í stað þess að einblína á að framleiða sem mesta olíu hefur stöðugt meiri áhersla verið lögð á hagkvæmni við framleiðslu. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Merrill Lynch minnkaði framleiðsla tíu stærstu framleiðenda á fyrri hluta þessa árs þrátt fyrir hækkun olíuverðs. Reyndar hefur olíuverð í dag lítil áhrif á ákvarðanir olíufyrirtækja. Viðmiðunin er frekar sú hversu langt niður verð á olíu getur fallið. Allar áætlanir Shell-samsteypunnar eru t.d. miðaðar við að verð á olíutunnu sé $14. Þeim verkefnum, sem skila ekki viðunandi hagnaði á því verði, er ýtt til hliðar. Þetta er eðlilegt í ljósi þess að miðgildi olíuverðs á tunnu hefur verið um $16 síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Auk þess hafa ríkisstjórnir Frakklands og Hollands látið undan mótmælum borgara sinna og lofað skattalækkunum tengdum olíu. Ríkisstjórnir annarra Evrópuríkja eru undir svipuðum þrýstingi. Í nýlegri fréttatilkynningu OPEC kom fram að aðeins 16% af verði á fullunninni olíu færu til þeirra sem framleiða hana, afgangurinn færi í skatta og til þeirra sem fullvinna olíuna og markaðssetja. Með skattalækkunum verður olía samkeppnishæfari orkugjafi og er það mikill sigur fyrir OPEC. Líklegt er að OPEC sjái minni ástæðu til þess að auka framleiðslu sína. Framleiðslan er í ofanálag nálægt hámarksgetu hjá flestum OPEC-ríkjum að Saudi-Arabíu undanskilinni. Ekki má gleyma að vetur er að nálgast og olíubirgðir Bandaríkjanna hafa ekki verið jafn litlar í lengri tíma. Ljóst er af ofangreindu að spár um að verð á olíu lækki næstu mánuði geta hæglega verið lítið annað en óskhyggja. Áhrif á hagvöxt Þessa dagana eru spár um hagvöxt næsta árs að líta dagsins ljós. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera á jákvæðu nótunum. Áætlaður hagvöxtur þessa árs og hins næsta á heimsvísu er hinn mesti í 30 ár og á sama tíma hefur verðbólga sjaldan mælst jafn lítil. Aukin framleiðni og almennt friðarástand í heiminum eru helstu ástæðurnar. Spárnar eiga það hinsvegar einnig sameiginlegt að haldist olíuverð á sömu slóðum og það er nú hafi það töluvert neikvæð áhrif á hagvöxt næsta árs. Almennt gera þær spár ráð fyrir að hagvöxtur hægist um 0,5% haldist núverandi verðlag á olíu. Auk þess gerir Efnahags- og framfarastofnun Evrópu ráð fyrir um 0,5% aukningu á verðbólgu hjá vestrænum þjóðum fyrir hverja $10 hækkun á olíutunnu.
  • 2. Áhrifin eru nú þegar farin að koma fram. Hálfsársuppgjör fyrirtækja, bæði hér og erlendis, með hátt hlutfall olíukostnaðar í rekstrarliðum sínum hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af hækkandi olíuverði. Sum þeirra hafa ekki beðið boðanna og hækkað verð til að mæta þessum auknum kostnaði. United Parcel Services bætti t.d. nýlega við 1,25% aukagjaldi á flutningaþjónustu sína vegna hækkandi olíukostnaðar. Það eru þó ástæður til þess að ýta ekki of harkalega á hræðsluhnappinn. Helsta ástæðan er auðvitað sú að aukin tækni hefur gert það að verkum að daginn í dag á heimsvísu þarf aðeins um tvo þriðju af því sem þurfti fyrir 30 árum til að framleiða hverja einingu af þjóðarframleiðslu. Það hlutfall hjá vestrænum þjóðum er aðeins um helmingur af því enda hefur umgjörð efnahagsins þar tengd framleiðslu minnkað. Eru hlutabréf ónæm í þetta sinn? Þó að verð á olíu hafi ekki sömu áhrif á efnahag og áður er viðbúið að haldist núverandi olíuverð óbreytt hafi það afar neikvæð áhrif á gengi hlutabréfa næstu misserin. Aukin verðbólga er óumflýjanleg sem hækkar ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Almenningur fer að finna áhrif hækkandi verðlags og dregur úr neyslu (sem ég tel vera ein rökin fyrir því að stýrivextir í Bandaríkjunum verði ekki hækkaðir á næstunni). Hærri framleiðslukostnaður og minnkandi eftirspurn getur dregið allverulega úr hagnaðarauka fyrirtækja. Samkvæmt spám Morgan Stanley Dean Witter mun hagnaðaraukning fyrirtækja í Evrópu lækka úr 11% niður í 6-8% á næsta ári haldist verð á olíutunnu í kringum $35. Endurskoða þyrfti núvirðingu margra fyrirtækja með minni vöxt hagnaðar til hliðsjónar, sem leiðir til lægra mats á markaðsvirði. Ekki má vanmeta sálfræðiþáttinn við verðmat hlutabréfa. Ekki er langt síðan að forsíðufréttir um möguleika veraldarvefjarins höfðu áhrif á hækkandi gengi tæknifyrirtækja. Fari verð á olíutunnu yfir $40 er hætt við að umtalið um olíuverð og afleiðingar þess verði á enn alvarlegri nótum en núna sem gæti haft ófyrirsjáanleg áhrif á verðmat hlutabréfa. Ef olíuverð lækkar ekki á næstu mánuðum er fyrirhyggjusamt að fjárfesta í dag í hlutabréfum sem almennt eru ekki með mikinn vöxt reiknaðan í verði þeirra. Þar ber fyrst og fremst að nefna orku- og olíufyrirtæki, sem hagnast á hækkandi orkuverði, auk fyrirtækja sem framleiða nauðsynjavörur. Mörg góð fjárfestingartækifæri eru í þeim geirum, þó svo að gengi hlutabréfa í orkugeiranum hafi tekið mikið stökk upp á við síðastliðna mánuði. Birtist í Morgunblaðinu 21. september, 2000.