SlideShare une entreprise Scribd logo
1  sur  2
Télécharger pour lire hors ligne
Arðgreiðslustefna fyrirtækja
                                     Már Wolfgang Mixa

         Þegar ég vann sem verðbréfamiðlari í Bandaríkjunum fékk ég eitt sinn um
sextugan mann inná skrifstofu mína. Bað hann mig um að líta á verðbréfasafn sitt.
Flest allt safnið samanstóð af hlutabréfum í stórum stöndugum fyrirtækjum sem hann
hafði átt í sumum tilfellum í tugi ára. Hann hafði áhuga á að fá ráðleggingar varðandi
þann litla hluta safn síns sem var í tæknigeiranum. Það sem vakti athygli mína
hinsvegar var fylgiskjal tengt stöndugu fyrirtækjunum í safni mannsins.
         Fylgiskjalið var útprentun úr töflureikni sem sýndi áætlaðar arðgreiðslur fyrir
hvern mánuð á árinu. Þetta var viðamikið skjal, enda greiða flest stór stöndug fyrirtæki
út arð ársfjórðungslega. Fyrir þennann einstakling voru niðurstöðutölur hvers mánaðar
afar mikilvægar. Hann ráðgerði að fara á eftirlaun innan tíðar og á þeim tímapunkti
yrðu þessar niðurstöðutölur helsta tekjulind hans því nánast allt lífeyrissafn hans var í
hlutabréfum þessara fyrirtækja. Ekki stóð til að selja bréfin til að njóta elliáranna,
heldur áttu börnin hans að erfa bréfin.
         Maðurinn treysti á að flest þessara fyrirtækja myndu reglulega greiða honum
arð, rétt eins og flestir treysta reglulegu tekjuflæði við að fá greiddar afborganir og vexti
af skuldabréfum eða vexti af bankainnstæðum. Munurinn er í stórum dráttum sá að
skuldbinding er fyrir hendi hvað varðar skuldabréf og innstæður en stjórnir fyrirtækja
ákveða hverju sinni upphæð arðgreiðslna, ef þær eru greiddar á annað borð. Fyrir
langtímafjárfesta sem hugsa um arðgreiðslur vegna fjárfestinga sinna er því afar
mikilvægt að vita arðgreiðslustefnu fyrirtækisins og að hún sé áreiðanleg.

         Flest fyrirtæki í Dow Jones hlutabréfavísitölunni greiða út reglulegan arð. Það
eru óskráð lög hjá flestum þeirra að arðgreiðslur séu áreiðanlegar, ekki bara það að
arður sé greiddur, heldur einnig að arðgreiðsluupphæð lækki ekki. Með aukningu
hagnaðar er síðan arðgreiðsluupphæðin hækkuð. Fjárfestar geta því í flestum tilvikum
verið vissir um að fá ákveðna upphæð greidda ársfjórðungslega.
         Sú stefna að fjárfesta í þeim hlutabréfum í Dow Jones hlutabréfavísitölunni með
hæstu arðgreiðsluhlutföllunum (A/v hlutfall) er vinsæl hjá mörgum fjárfestum. Þessi
aðferð hefur reynst illa undanfarin 4-5 ár, en sé litið yfir lengri tímabil er
meðalávöxtunin mun betri en ávöxtun Dow Jones hlutabréfavísitölunnar. Hlutabréf
þeirra fyrirtækkja sem falla í þann hóp hverju sinni eru gjarnan nefnd “Dogs of the
Dow” (hundarnir í Dow). Bókin “Beating the Dow” eftir Michael O´Higgins fjallar
ítarlega um þessa fjárfestingastefnu. Hafa bréfin í flestum tilvikum lækkað mjög í verði
frá því sem áður var, oftast í kjölfar slæmra tíðinda hjá fyrirtækinu eða vegna
niðursveiflu í geira þess. Þar sem arðgreiðsluupphæðin lækkar að jafnaði ekki hækkar
arðgreiðsluhlutfallið samhliða lækkun á verði bréfanna.
         Gott dæmi um þetta var lækkun bréfa í Exxon í kjölfar Valdez slysins í Alaska
fyrir um tíu árum síðan. Slæmt umtal og hræðsla um skaðabótakröfur á hendur
fyrirtækinu ollu lækkuninni. Þeir sem fjárfestu þá í fyrirtækinu hafa ekki aðeins
uppskorið mikla hækkun á gengi bréfanna, arðgreiðsluhlutfallið miðað við upphaflega
fjárfestingu er afar hátt. Í dag er svipuð staða hjá Philip Morris en hlutabréf félagsins
hafa hrapað í verði undanfarnar vikur vegna ótta um málshöfðanir vegna skaðsemi
reykinga. Arðgreiðsluhlutfall bréfanna miðað við gengi þeirra í dag er um 10%, meira
en helmingi meira en sú ávöxtunarkrafa sem gerð er til 10 ára bandarískra
ríkisskuldabréfa.
Þessi stefna hefur þó í sumum tilfellum snúist gegn fjárfestum. Næst stærsta
stáliðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna, Bethlehem Steel, sem nýlega féll úr Dow Jones
hlutabréfavísitölunni, hefur lent í erfiðleikum undanfarin ár. Í fyrstu varð það
einfaldlega niðursveifla í iðnaðinum, en veiking jensins og óhagstæð tollastefna hafði
það slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins að arðgreiðslur hafa verið stöðvaðar, í það
minnsta tímabundið. Það er þó sjaldan sem slíkt á sér stað á jafn stórum fyrirtækjum.
        Vert er að nefna arðgreiðslustefnu fjármálafyrirtækisins ING í Hollandi. Það er
yfirlýst stefna fyrirtækisins að greiða í arð 43% af hagnaði ársins til hluthafa og nota
afganginn til fjárfestinga. Með þessu fá hluthafar fyrirtækisins arðgreiðslu í samræmi
við rekstur félagsins, burtséð frá gengi félagsins á hlutabréfamörkuðum. Þó fylgir ekki
sama vissa varðandi áreiðanleika né upphæð arðgreiðslna samanborið við stöðuga
arðgreiðslustefnu.

         Skýr stefna á arðgreiðslum er víða ábótavant hjá fyrirtækjum hér á Íslandi.
Virðist oft á tíðum sem ákvarðantökur varðandi arðgreiðslur séu tilviljunakenndar og
miðist jafnvel frekar að því að vekja athygli á gengi félaga þegar vel gengur. Verra er
þó að dæmi eru um að hlutafélög hafi tekið 180 gráðu snúning varðandi stefnuna, þó
svo að engar sjáanlegar breytingar hafi átt sér stað í rekstri eða rekstarskilyrðum þessara
fyrirtækja. Hafi einhver fjárfest í félögum með það að leiðarljósi að fá stöðugt og hátt
arðgreiðsluhlutfall getur slík stefnubreyting kippt fótunum undan upphaflegri
fjárfestingarákvörðun. Verður sá fjárfestir þá að selja bréfin og kaupa önnur til að fá
svipað tekjustreymi. Þetta getur verið hægara sagt en gert því oft er seljanleiki
hlutabréfa á Íslandi afar lítill. Auk þess fylgir því kostnaður og óvissa.
         Æskilegt væri að sjá skýrari stefnu hjá íslenskum hlutafélögum varðandi
arðgreiðslur. Þar sem íslensk fyrirtæki eru flest hver agnarsmá miðað við þau erlendu
fyrirtæki sem greiða að jafnaði stöðuga fjárhæð í arð er e.t.v. ekki hægt að gera
sambærilegar kröfur. Aftur á móti væri í mörgum tilvikum hægt að taka stefnu ING
bankans til fyrirmyndar og greiða ákveðið hlutfall af hagnaði hvers árs í arð. Fyrir
langtímafjárfesta væri þannig verið að bjóða uppá tækifæri til þess að taka jafnt og þétt
þátt í velgegni fyrirtækja. Auk þess gæti slíkt haft jákvæð áhrif á gengi bréfa,
sérstaklega í smáum hlutafélögum. Sé arðgreiðslustefnan hjá slíkum félögum skýr og í
samræmi við rekstur félagsins þurfa langtímafjárfestar ekki að hafa áhyggjur af
seljanleika bréfanna og sveiflum markaðarins í framtíðinni, heldur einungis afkomu
félagsins.

       Birt í Viðskiptablaðinu 22. mars, 2000.

Contenu connexe

Plus de Mar Wolfgang Mixa

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Mar Wolfgang Mixa
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Mar Wolfgang Mixa
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyMar Wolfgang Mixa
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonMar Wolfgang Mixa
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...Mar Wolfgang Mixa
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...Mar Wolfgang Mixa
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland Mar Wolfgang Mixa
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinMar Wolfgang Mixa
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Mar Wolfgang Mixa
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeMar Wolfgang Mixa
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lanMar Wolfgang Mixa
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebookMar Wolfgang Mixa
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaMar Wolfgang Mixa
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Mar Wolfgang Mixa
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóðMar Wolfgang Mixa
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækjaMar Wolfgang Mixa
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...Mar Wolfgang Mixa
 
20070201 bradum kemur betri tid
20070201 bradum kemur betri tid20070201 bradum kemur betri tid
20070201 bradum kemur betri tidMar Wolfgang Mixa
 
20060629 nornin a wall street hetty green
20060629 nornin a wall street hetty green20060629 nornin a wall street hetty green
20060629 nornin a wall street hetty greenMar Wolfgang Mixa
 

Plus de Mar Wolfgang Mixa (20)

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right time
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
 
20090831 hvað er
20090831 hvað er20090831 hvað er
20090831 hvað er
 
20070201 bradum kemur betri tid
20070201 bradum kemur betri tid20070201 bradum kemur betri tid
20070201 bradum kemur betri tid
 
20060629 nornin a wall street hetty green
20060629 nornin a wall street hetty green20060629 nornin a wall street hetty green
20060629 nornin a wall street hetty green
 

20000322 ardgreidslustefna fyrirtaekja

  • 1. Arðgreiðslustefna fyrirtækja Már Wolfgang Mixa Þegar ég vann sem verðbréfamiðlari í Bandaríkjunum fékk ég eitt sinn um sextugan mann inná skrifstofu mína. Bað hann mig um að líta á verðbréfasafn sitt. Flest allt safnið samanstóð af hlutabréfum í stórum stöndugum fyrirtækjum sem hann hafði átt í sumum tilfellum í tugi ára. Hann hafði áhuga á að fá ráðleggingar varðandi þann litla hluta safn síns sem var í tæknigeiranum. Það sem vakti athygli mína hinsvegar var fylgiskjal tengt stöndugu fyrirtækjunum í safni mannsins. Fylgiskjalið var útprentun úr töflureikni sem sýndi áætlaðar arðgreiðslur fyrir hvern mánuð á árinu. Þetta var viðamikið skjal, enda greiða flest stór stöndug fyrirtæki út arð ársfjórðungslega. Fyrir þennann einstakling voru niðurstöðutölur hvers mánaðar afar mikilvægar. Hann ráðgerði að fara á eftirlaun innan tíðar og á þeim tímapunkti yrðu þessar niðurstöðutölur helsta tekjulind hans því nánast allt lífeyrissafn hans var í hlutabréfum þessara fyrirtækja. Ekki stóð til að selja bréfin til að njóta elliáranna, heldur áttu börnin hans að erfa bréfin. Maðurinn treysti á að flest þessara fyrirtækja myndu reglulega greiða honum arð, rétt eins og flestir treysta reglulegu tekjuflæði við að fá greiddar afborganir og vexti af skuldabréfum eða vexti af bankainnstæðum. Munurinn er í stórum dráttum sá að skuldbinding er fyrir hendi hvað varðar skuldabréf og innstæður en stjórnir fyrirtækja ákveða hverju sinni upphæð arðgreiðslna, ef þær eru greiddar á annað borð. Fyrir langtímafjárfesta sem hugsa um arðgreiðslur vegna fjárfestinga sinna er því afar mikilvægt að vita arðgreiðslustefnu fyrirtækisins og að hún sé áreiðanleg. Flest fyrirtæki í Dow Jones hlutabréfavísitölunni greiða út reglulegan arð. Það eru óskráð lög hjá flestum þeirra að arðgreiðslur séu áreiðanlegar, ekki bara það að arður sé greiddur, heldur einnig að arðgreiðsluupphæð lækki ekki. Með aukningu hagnaðar er síðan arðgreiðsluupphæðin hækkuð. Fjárfestar geta því í flestum tilvikum verið vissir um að fá ákveðna upphæð greidda ársfjórðungslega. Sú stefna að fjárfesta í þeim hlutabréfum í Dow Jones hlutabréfavísitölunni með hæstu arðgreiðsluhlutföllunum (A/v hlutfall) er vinsæl hjá mörgum fjárfestum. Þessi aðferð hefur reynst illa undanfarin 4-5 ár, en sé litið yfir lengri tímabil er meðalávöxtunin mun betri en ávöxtun Dow Jones hlutabréfavísitölunnar. Hlutabréf þeirra fyrirtækkja sem falla í þann hóp hverju sinni eru gjarnan nefnd “Dogs of the Dow” (hundarnir í Dow). Bókin “Beating the Dow” eftir Michael O´Higgins fjallar ítarlega um þessa fjárfestingastefnu. Hafa bréfin í flestum tilvikum lækkað mjög í verði frá því sem áður var, oftast í kjölfar slæmra tíðinda hjá fyrirtækinu eða vegna niðursveiflu í geira þess. Þar sem arðgreiðsluupphæðin lækkar að jafnaði ekki hækkar arðgreiðsluhlutfallið samhliða lækkun á verði bréfanna. Gott dæmi um þetta var lækkun bréfa í Exxon í kjölfar Valdez slysins í Alaska fyrir um tíu árum síðan. Slæmt umtal og hræðsla um skaðabótakröfur á hendur fyrirtækinu ollu lækkuninni. Þeir sem fjárfestu þá í fyrirtækinu hafa ekki aðeins uppskorið mikla hækkun á gengi bréfanna, arðgreiðsluhlutfallið miðað við upphaflega fjárfestingu er afar hátt. Í dag er svipuð staða hjá Philip Morris en hlutabréf félagsins hafa hrapað í verði undanfarnar vikur vegna ótta um málshöfðanir vegna skaðsemi reykinga. Arðgreiðsluhlutfall bréfanna miðað við gengi þeirra í dag er um 10%, meira en helmingi meira en sú ávöxtunarkrafa sem gerð er til 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa.
  • 2. Þessi stefna hefur þó í sumum tilfellum snúist gegn fjárfestum. Næst stærsta stáliðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna, Bethlehem Steel, sem nýlega féll úr Dow Jones hlutabréfavísitölunni, hefur lent í erfiðleikum undanfarin ár. Í fyrstu varð það einfaldlega niðursveifla í iðnaðinum, en veiking jensins og óhagstæð tollastefna hafði það slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins að arðgreiðslur hafa verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið. Það er þó sjaldan sem slíkt á sér stað á jafn stórum fyrirtækjum. Vert er að nefna arðgreiðslustefnu fjármálafyrirtækisins ING í Hollandi. Það er yfirlýst stefna fyrirtækisins að greiða í arð 43% af hagnaði ársins til hluthafa og nota afganginn til fjárfestinga. Með þessu fá hluthafar fyrirtækisins arðgreiðslu í samræmi við rekstur félagsins, burtséð frá gengi félagsins á hlutabréfamörkuðum. Þó fylgir ekki sama vissa varðandi áreiðanleika né upphæð arðgreiðslna samanborið við stöðuga arðgreiðslustefnu. Skýr stefna á arðgreiðslum er víða ábótavant hjá fyrirtækjum hér á Íslandi. Virðist oft á tíðum sem ákvarðantökur varðandi arðgreiðslur séu tilviljunakenndar og miðist jafnvel frekar að því að vekja athygli á gengi félaga þegar vel gengur. Verra er þó að dæmi eru um að hlutafélög hafi tekið 180 gráðu snúning varðandi stefnuna, þó svo að engar sjáanlegar breytingar hafi átt sér stað í rekstri eða rekstarskilyrðum þessara fyrirtækja. Hafi einhver fjárfest í félögum með það að leiðarljósi að fá stöðugt og hátt arðgreiðsluhlutfall getur slík stefnubreyting kippt fótunum undan upphaflegri fjárfestingarákvörðun. Verður sá fjárfestir þá að selja bréfin og kaupa önnur til að fá svipað tekjustreymi. Þetta getur verið hægara sagt en gert því oft er seljanleiki hlutabréfa á Íslandi afar lítill. Auk þess fylgir því kostnaður og óvissa. Æskilegt væri að sjá skýrari stefnu hjá íslenskum hlutafélögum varðandi arðgreiðslur. Þar sem íslensk fyrirtæki eru flest hver agnarsmá miðað við þau erlendu fyrirtæki sem greiða að jafnaði stöðuga fjárhæð í arð er e.t.v. ekki hægt að gera sambærilegar kröfur. Aftur á móti væri í mörgum tilvikum hægt að taka stefnu ING bankans til fyrirmyndar og greiða ákveðið hlutfall af hagnaði hvers árs í arð. Fyrir langtímafjárfesta væri þannig verið að bjóða uppá tækifæri til þess að taka jafnt og þétt þátt í velgegni fyrirtækja. Auk þess gæti slíkt haft jákvæð áhrif á gengi bréfa, sérstaklega í smáum hlutafélögum. Sé arðgreiðslustefnan hjá slíkum félögum skýr og í samræmi við rekstur félagsins þurfa langtímafjárfestar ekki að hafa áhyggjur af seljanleika bréfanna og sveiflum markaðarins í framtíðinni, heldur einungis afkomu félagsins. Birt í Viðskiptablaðinu 22. mars, 2000.